Sérsmíðaðir álrammar

Við höfum fundið fyrir þörf fyrir því að viðskiptavinir okkar hafa í auknu mæli verið að leita eftir lausnum í rammastærðum í óhefðbundnu máli.  

Því höfum við hafið samsetningu á römmum frá Nilsen úr áli sem henta mjög vel fyrir margar gerðar ljósmynda, plagata, listaverka eða prófskírteina og hefur þetta gefist vonum framar.

Við sérsmíðum hvern ramma á hagstæðu verði fyrir þig en kosturinn við þetta að er að stærðirnar geta verið á broti úr millimeter.  Sem dæmi um rammamál sem vandamál hefur verið með eru Meistarabréfin úr iðngreinunum en með þessu kerfi getum við gengið alveg stórkostlega vel frá þessum skírteinum.  Best e að hafa samband við verslun fyrir nánari upplýsingar um þessa ramma.

Við sérskerum líka karton í rammana sé þess óskað og göngum frá þessu alveg í rammana tilbúna.

Þetta er t.d.mjög hentugt fyrir þá sem vilja prenta út stóra ljósmynd sem plagöt og ganga svo frá þeim með þessum hætti. 

Sendu okkur fyrirspurn um verð á mynd@hanspetersen.is