Álmyndir
Ljósmyndir prentaðar beint á eða heillímdar niður á álplötur
Framsetning á myndum er að þróast mikið og færst hefur í vöxt að áhugaljósmyndarar og fjölskyldur vilji fá góða ljósmynd setta á álplötu. Hans Petersen býður nú upp á þennan valkost og hægt að velja um tvær gerðir í frágangi á ljósmyndunum.
Prentað á álplötu
Álplatan er skorin til og lögð í UV prentara sem prentar myndina beint yfir á álplötuna. Myndin fær matta en jafnframt mjög skemmtilega áferð. Listar eru límdir á bakið á myndinni þannig að hún hangir ca. 1 cm frá veggnum og einfalt og þægilegt að hengja myndirnar upp. Annar listi er settur neðan á myndina til þess að hleypa henni frá veggnum þar líka. Myndin er því fljótandi rammalaus upp á vegg.
Stærðirnar geta verið smáar og stórar og ráðast af álplötunum sem fluttar eru inn frekar en prentuninni sem slíkri.
Prentað og niðurlímt
Algengast er að prenta myndina út með UV bleki á góðan pappír sem er síðan límborin og límdur niður á álið. Yfirborðsmehöndlun er svo mismunandi hægt er að líma filmu ofan á til að ná fram frekari háglans effect í myndina. Valkostir í áferð við svona frágang er: matta, millimatta eða háglans.
Algengast er að fólk taki millimatt.
Hér er sneiðmynd sem útskýrir lögin í framleiðslu á álmynd sem límd er niður.
Hægt erð að senda myndina til okkar á tölvupósti á netfangið mynd@hanspetersen.is og gefa okkur upplýsingar um stærð og áferð sem óskað er eftir.
Hér er verðskráin okkar fyrir prentun og frágang á álmyndum, afgreiðslutími er fimm virkir dagar.
20cm | 30cm | 40cm | 50cm | 60cm | 70cm | 80cm | 90cm | 100cm | |
20cm | 10.000 | ||||||||
30cm | 12.000 | 13.000 | |||||||
40cm | 13.500 | 14.000 | 15.000 | ||||||
50cm | 15.000 | 16.500 | 18.000 | 22.500 | |||||
60cm | 18.000 | 19.800 | 21.600 | 27.000 | 32.500 | ||||
70cm | 21.000 | 23.100 | 25.200 | 31.500 | 37.800 | 44.100 | |||
80cm | 24.000 | 26.400 | 28.800 | 36.000 | 43.200 | 50.400 | 57.600 | ||
90cm | 27.000 | 29.700 | 32.400 | 40.500 | 48.600 | 56.700 | 64.800 | 72.900 | |
100cm | 30.000 | 33.000 | 36.000 | 45.000 | 54.000 | 63.000 | 72.000 | 81.000 | 90.000 |