Opnunartímar

 

Verslun Hans Petersen Grensásvegi 12  er opin sem hér segir:
mánudaga til föstudaga 11:00 - 17:00
Opnunartímar um hátíðirnar 2023 eru sem hér segir:
þriðjudagur 19. des. 11:00 - 18:00
Miðvikudagur 20. des. 11:00 - 18:00
Fimmtudagur 21. des. 11:00 - 18:00
Föstudagur 22. des. 11:00 - 18:00
Laugardagur 23. des. 12:00 - 18:00
Aðfangadagur jóla 24. des  Lokað
25. des til 27. des Lokað
28. til 29. des hefðbundinn opnunartími. 
30. des 31.des og nýársdagur 1. janúar lokað.
Hefðbundin opnun hefst 2. janúar 2024
 
Heimilsfang og upplýsingar eru:
Hans Petersen ehf
Grensásvegi 12
108 Reykjavik 
sími 412-1800
Netfang myndvinnslu mynd@hanspetersen.is

 

 

 

 

Nokkrar algengar spurningar sem við fáum á hverjum degi

Get ég fengið myndina mína afgreidda í dag?

Svar: Við reynum alltaf það sem við getum til að bjarga þér með myndirnar samdægurs. Til að fá sem skjótustu afgreiðsluna er best að senda myndina á mynd@hanspetersen.is og taka fram að þig vanti hana/þær í dag og gefa upp símanúmerið þitt svo við getum sent þér SMS þegar við erum búin að framleiða myndina.   Athugaðu að lágmarksgjald er kr. 790 pr. framleiðslu þannig að ein mynd kostar sama og nokkrar myndir.  Beint símanúmer í framleiðslunni okkar er 4121880.  

Get ég fengið myndirnar mínar sendar heim?

Svar:  Við notumst við þjónustu Íslandspóst og getum sent myndirnar þínar á næsta pósthús á þinn kostnað. Pakkinn er þá alla jafna merktur "mótakandi greiðir póstburðargjald"  Sama á við um póstkröfur.

Hvenær verður næsta framköllunartilboð?

Svar: Öruggast er að vera á póstlistanum okkar við erum með mjög stóran póstlista og oft auglýsum við ekkert en sendum viðskiptavinum okkar tölvupóst.  Ef þú vilt vera á listanum sendu okkur beiðni þar um á mynd@hanspetersen.is og við bætum þér við með glöðu geði :-) Mjög gott að við fáum kennitöluna með þar sem þetta fer allt í gegnum viðskiptamannakerfið okkar.