Filmuframköllun
Við höfum langa reynslu af almennri filmuframköllun.
Þú getur valið um að fá myndirnar samdægurs eða á ódýrari hátt með þriggja daga biðtíma. Öll framköllun fer fram á sama KODAK gæðapappírinn
Hægt er að fá myndirnar á geisladisk gegn vægu gjaldi.
Einnig er hentugt að grípa með aukasett sem þú getur svo gefið vinum eða ættingjum til að deila skemmtilegum minningum á varanlegu geymsluformi.
Algengast er að framköllunin sé gerð í 10x15cm stærð en við bjóðum svo aukalega uppá ýmsa stækkunarmöguleika, mundu að góðar myndir verða betri stækkaðar. Þú getur líka valið um hvítan ramma utan um myndirnar sem gefur þeim skemmtilega umgjörð, það er þitt val og þér að kostnaðarlausu. Einnig velja sumir að einungis framkalla filmuna og setja negatívurnar stafrænar á disk, þetta er ódýrasti mátinn fyrir þá sem eru að spara sér prentunina.
Ef þú átt erfitt með að komast til okkar sendu okkur þá filmuna í pósti til til okkar með skýrum leiðbeningum og upplýsingum um hvert við eigum að senda myndirnar eftirá.
Hér er núgildandi verðskrá fyrir þessa þjónustu:
Eingöngu filmuframköllun | kr. 950 | ||
Framköllun og skönnun (stafrænt/engin pappír) | kr. 1.900 | ||
Framköllun 135mm 5-24 myndir | kr. 2.600 | ||
Framköllunn 135mm 5-24 myndir + stafrænt | kr. 3.000 | ||
Framköllun 135mm 24-40 myndir | kr. 2.900 | ||
Framköllun 135mm 24-40 myndir + stafrænt | kr. 3.300 | ||