Ljósmyndaveggir - hugmyndir
Færst hefur í vöxt að fólk vilji setja upp fallega ljósmyndaveggi heima hjá sér og hafa komið upp margar hugmyndir að því hvernig best sé að gera þetta. Lítið hefur þó verið skrifað um þetta hér á landi en með þessum stutta texta langar okkur að koma á framfæri nokkrum hugmyndum sem þú gætir nýtt þér og til að setja upp fallegan vegg með fjölskyldumyndum eða bestu myndunum úr safninu þínu.
Stór rammaveggur sem gefur „gallerí“ tilfinningu getur verið mjög aðlaðandi og hleypt hlýleika í viðkomandi rými eða íbúð. Best er að hengja myndirnar upp í mismunandi stærðum í mósaik mynstur og annað hvort nota sömu gerð af römmum á allan vegginn eða hlaða mismunandi myndarömmum saman. Einniger gott að velta því fyrir sér hvort myndirnar eiga að vera í lit, svart hvítu eða jafnvel brúntóna í römmunum eða bara blanda saman mörgum gerðum.. Mynstrið þarf ekki bara að vera ferkanntað eða ílangt heldur má alveg líka leika sér með tígla og önnur form.
Best er að undirbúa þetta þannig að þú ákveðir formið áður. (Ekki kaupa rammana fyrst og spá svo í hvað þú ætlar að gera) Myndastærðirnar eru flestar til staðlaðar í þessum hlutföllum: 10x15cm 13x18cm 15x21cm 18x24cm 25x20cm 20x30cm 24x30cm 30x40cm og 30x45cm síðan er hægt að kaupa ramma fyrir nokkrar myndir af sömu stærð eða mismunandi stærðum í einum og sama rammanum, oftast eru það 10x15cm myndir en stundum 13x18 myndir. Einnig hefur líka færst í vöxt að skera myndir ferkanntaðar 20x20cm eða 30x30 cm síðustu ár. þú þarft að athuga að þegar þetta er upphugsað eða teiknað að þú ert að vinna með utanmál rammana þannig að ofangreindar myndastærðir á bara við það sem fer inn í rammana. Svo vilja margir hafa karton í römmunum og það fer best á því að annað hvort séu karton í öllum römmunum eða engum.
Til að byrja með er best að ákveða hæðina frá gólfi, best er að hengja myndirnar þannig að miðjan á þeim sé í augnhæð (ca. 160 - 170 cm) frá gólfi. Það er þó ekki alveg algilt þar sem stundum þarf að taka tillit til lofthæðar í rýminu sem rammarnir eiga að hengjast upp á.
Megin línurnar og formið er best að husta strax með þvíað klippa út út rammastærðir (utanamál) sem kæmu til greina í þunnan pappír eða pappa. Nota má málningarlímband til þess að stilla forminu á veggnum til að átta sig á því hvað kæmi best út. Þegar formið er komið þá er hægt að fara í að kaupa réttu rammana og þú verður að athuga að þarft að hafa utanmálið á römmunum. Auðvitað er oft talverð mælivinna í þessu og best að nota tommustokk og blýant til að mæla og skrifa á vegginn. Þegar komið er að því að hengja myndirnar upp er best að vera með ljósmæli sem getur lýst beint á vegginn lárétt og lóðrétt en það ætti að vera hægt fá ódýra amator laser mæla í Europris eða Verkfæralagernum eða öðrum byggingavöruverslunum. Það að hengja myndirnar upp er þolinmæðisvinna en fyrir laghent fólk á þetta ekki að vera neitt stórmál.
|
Ef þú ert að spá í að setja myndir upp stiga þá er fallegast að rammaveggurinn eða rammarnir þrepist takt við stigann. Eins og myndin sýnir er hægt að leggja þá alveg saman eða hafa alveg jafnt bil á milli þeirra. Gott er að vinna með ca 10- 15 cm bil í svona veggjum. Hér eru t.d. notair rrammar í mismunandi litum en prófíllinn virðist vera meira eða minna sá sami.
|
Í þessum gangi er svo lagt út með eina ákveðna miðju línu og hengt upp í kerfi fyrir ofan og neðan línuna með sömu tegund af ramma. Kemur mjög smekklega út en sennilega er þarna engin litmynd og takið eftir að hér eru engin karton með myndunum.
Hérna til hlðar er t.d. dæmi þar sem notaður er sami ramminn og allar myndir í sömu stærð. Byrjað er að raða upp þessum lóðrétt í miðjuna og síðan er sett röð fyrir ofan og fyrir neðan í sama fjölda en takið eftir því hvernig römmunum er snúið
Ef þú ert með lítið pláss og vilt samt ná fram svona "gallery" temmingu er sniðugt að kaupa ramma sem kallast „collage frames“ Það fást svona rammar t.d. í tekk company og eru mjög fallegir. Við getum svo gert myndirnar fyrir þig í rammann, best er að þú flokkir eftir stærðum myndirnar þínar áður en þú kemur til okkar með þær eða komir með rammann með þér og við flokkum þetta saman.
Hér eru svo nokur sýnishorn af möguleikum með rammavegg/mynstur.