Ljósmyndir á striga

Ljósmyndir prentaðar á striga og strekktar upp á trérammagrind.

 

Framsetning ljósmynda á striga er ný og skemmtileg framsetning á ljósmyndum.

Hjá okkur færð þú gæða strigaprentun í næstum hvaða stærð sem þú vilt.   Í strigaprentun, sem og öðru leggjum við mikið upp úr því að bjóða upp á vandaða vöru á sanngjörnu verði. 

Strigamyndir eru prentaðar út á hágæða CANON striga.  Við berum vatnsverjandi vax á allar myndir sem ver myndina fyrir sólarskemmdum, vatni og rakaskemmdum og skerpir liti.  Þetta hámarkar endinguna á strigamyndinni og einfaldar þrif.  Vax meðferðin lengir afgreiðslutímann um 1 sólarhring þar sem vaxið verður að fá góðan þurrkunartíma.

Þú getur getur komið með mynd til okkar okkar í stafrænu formi eða við skönnum hana inn fyrir þig ef hún er bara til útprentuð.  Einnig getur þú notað netframköllunarforritið okkar og sent myndina í gegnum það.  Hægt er að fá myndirnar prentaðar í lit, svarthvítar eða brúntóna.

 

Rétt er að benda á að það getur verið gaman að skipta myndinni upp í tvær eða fleiri einingar og búa þannig til veggjalist úr einni mynd í mörgum hlutum lóðrétt eða lárétt.  Einnig getur verið gaman að setja margar litlar myndir saman á einn stóran striga með öndun á milli myndanna.

 

Hér er sneiðmynd af ljósmynd sem strekkt er upp á trérammagrind, settir eru fleygar í hornin á rammanum í lokafrágangi til að herða á strekkingu. Gott getur verið að ýta fleygunum á bakhliðinni aðeins meira inn til að strekkja á strigamyndinni betur eftir smá tíma.

 

Verð á ljósmyndum prentuðum á striga og frágengnum á blindramma eru eftirfarandi: 

 

  20cm 30cm 40cm 50 cm 60cm 70cm 80cm 90cm 100cm
20cm   5.780          
30cm   6.690   7.120            
40cm  7.230  7.830   9.260            
50cm   9.060   9.630 11.640 12.830        
60cm  10.770 11.550 13.900 15.390 18.360        
70cm 13.680 14.100 15.850 17.930 21.600 21.990      
80cm 14.360 15.390 18.410 20.520 24.710 25.550  28.750  
90cm 16.100 17.280 20.790 23.050 27.910 28.510 32.670 36.350
100cm 16.740 19.250 23.000 25.650 31.480 32.420 35.930 40.390 44.900

 

Okkar strigi er gerður með tækjum og bleki frá Canon

                                                         

Sendu okkur myndina á netfangið mynd@hanspetersen.is ásamt óskum um stærð og við staðfestum til baka móttöku og afhendingu.  Sumir vilja láta bakgrunn flæða yfir kanntinn og aðrir ekki þannig að það væri gott að taka allar séróskir fram.