Myndviðgerðir

Gamlar myndir geta upplitast og misst skerpu og þá sérstaklega ef sólin nær að skína á þær árum saman. Mynd sem fær slíka lýsingu er samt síður en svo ónýt því við getum breytt henni yfir á stafrænt form og lagfært hana og gert nánast eins og nýja.

Hér eru tvö sýnidæmi um hvernig hægt er að lagfæra gamlar myndir.

 

 

Myndirnar hér að ofan eru af hjónunum Friðjóni Steinssyni frá Spena í Miðfirði f 11.06.1904 d:1 júní 1941 og konu hans Guðrúnu Hjörleifsdóttur frá Eyrarbakka f. 28.06.1908 d. 20.06.1986 

Þessar myndir öðluðust nýtt líf með lagfæringu og sóma sér mun betur í ramma eftir þessa breytingu.

Hér er svo eitt sýnishorn í viðbót fyrir og eftir sem við fengum til viðgerðar og fengum leyfi til að sýna.

 

Frekari upplýsingar um viðgerðirnar fást á netfangi okkar hanspetersen@hanspetersen.is