Ljósmyndavinnsla

 

Ljósmyndin er ófrávíkjanlegur hluti af tilveru okkar í dag jafnt sem áður.   Aldrei hafa verið teknar fleiri ljósmyndir en á okkar samtíma en að sama skapi hefur sjaldan verið prentað út eins lítið af ljósmyndum og í dag.

Sjálfsævisaga okkar liggur í myndaalbúmum á heimilum okkar og að sjálfsögðu verðum við að viðhalda henni okkar vegna og afkomenda okkar vegna. Það er ekki nóg að eiga safnið í tölvunni.

 

Í dag er orðið gríðarlega mikið um áhugafólk í ljósmyndun og við íslendingar höfum fjárfest mikið í góðum tækjum fyrir góðar myndatökur.  Framsetningarmáti myndanna okkar er líka að breytast samhliða nýrri tækni. Góðu fjölskyldumyndirnar eigum við að setja enn í albúm og þær einstöku sem við getum náð er kjörið að nota sem skraut á heimili okkar, vina eða vandamanna.  

Góð mynd er alltaf góð gjöf.

Ljósmyndin er besti vinur okkar hjá Hans Petersen og erum við sífellt að reyna að finna nýja og ferska framsetningarmáta á myndunum þínum.  

Kynntu þér þær lausnir sem við erum að bjóða upp á hér og í verslun okkar að Faxafeni 10 og gerðu vel við myndirnar þínar.