Skönnun
Færðu gömlu myndirnar þínar yfir á stafrænt form
Í verslun okkar bjóðum við fjöldann allan af möguleikum til að koma filmum og myndum yfir á stafrænt form. Við getum skannað inn hefðbundnar ljósmyndir og slides myndir. Verðið hjá okkur fer eftir magni en einnig gerum við tilboð í stærri verk.
Ljósmynd á pappír | |||
Skönnun 1 - 10 ljós- eða slidesmyndir | kr. 450 pr. mynd | ||
Skönnun 11 eða fleiri | kr. 190 pr. mynd | ||
Gerum sértilboð í stóra skammta af skönnun á slides myndum.
Ef þarf að vinna mikið við myndirnar eftir á í litblöndun þá er tímagjald kr. 4.100 pr. klst. Þetta er ekki gert nema í samráði eða að beiðni viðskiptavinar. Vakin er athygli á því að gamlar slides myndir og aðrar geta verið upplitaðar og hafa þarf í huga að eftirvinnsla er oft nauðsynleg vilji fólk frá óaðfinnanlega mynd.
Það getur verið mjög gaman að taka gömlu myndirnar sem amma og afi áttu og skanna þær inn og gefa þeim nýtt stafrænt líf og setja jafnvel einhverjar fallegar í ramma.
Lágmarksgjald er kr. 550 fyrir skönnunarvinnslu.