Stafræn framköllun

Svona kemur þú stafrænu myndunum þínum yfir á pappír

Við bjóðum upp á nokkrar mismunandi leiðir til að koma stafrænu myndunum þínum í framköllun hjá okkur en þær eru: 

1. Þú sendir okkur myndirnar yfir netið

Nú erum við að prufukeyra nýjan pantanavef sem er einfaldari í virkni en sá eldri. Þú flyst í nýja hugbúnaðinn með einum smelli á tengilinn hérna að neðan.

Vélarnar okkar kjósa JPG skár þannig að passaðu upp á að það sé ekki önnur skráartegund í myndasafninu. Lágmarksverð er 790 kr. sem er sama og ca. 14 myndir í venjulegri stærð.  Vertu sniðug/ur og sendu þá alltaf amk þann fjölda.

                      

Margir eru líka farnir að tileinka sér forrit eins og wetransfer.com þar er einfalt að senda til okkar tengil (á netfangið mynd@hanspetersen.is) yfir á fjölda mynda sem þú getur hlaðið inn og við sækjum.

2. Þú getur komið með minniskortið til okkar í Faxafen 10 og við tökum myndirnar yfir til okkar beint af því á meðan þú bíður.

3. Þú getur líka skrifað þær myndir sem þú vilt fá framkallaðar beint á geisladisk og komið með diskinn til okkar í búðina.

4. Þú getur líka sett þær á  minnislykil og komið með lykilinn til okkar þar sem við tökum þær yfir.

Það er auðvelt og fljótlegt er að senda myndir yfir netið í framköllun og sama verði á prentuninni hvort sem þú kemur í verslun eða sendir.

5. Apple notendur hafa kvartað yfir því að við séum ekki með gátt inn fyrir þá í gegnum okkar hugbúnað en ný uppfærsla á hugbúnaðinum okkar styður bæði PC og Apple. Ágætt er að benda þó á að líka er hægt að nota skýjaforrit eins og  Dropbox.com.  Þar getur þú stofnað þitt eigið gagnahólf og sent okkur leyfi til að skoða og hlaða niður myndunum þínum. Við mælum með að þú skýrir þetta hólf nafninu þínu og framköllun: Dæmi: "Jón Jónsson framköllun 104 myndir", því þá getum við sannreynt fjölda myndanna. þetta leysir talsverðan vanda. Þú þarft svo að bjóða okkur að geta skoðað folderinn og þá vísar þú boðinu á netfangið mynd@hanspetersen.is  Það eru einnig til aðrar svipaðar lausnir sem hægt er að nota við slíka yfirfærslu. Við eigum að geta nálgast myndirnar þínar í flestum forritum. Þú verður aðallega að passa að þú sért með nægjanlegt geymslumagn til að geyma myndirnar þínar því þá á þetta að geta gengið vel upp. Framleiðslan okkar er með netföngin mynd@hanspetersen.is og hanspetersen@hanspetersen.is 

Dropbox og sambærilegar þjónustur eru einnig mjög sniðugar fyrir lagtíma geymslu á myndunum þínum úr símanum eða af spjaldtölvunni. 

6. Þú getur líka sent okkur tölvupóst með myndunum sem viðhengi. Best er að senda myndirnar á netfangið mynd@hanspetersen.is. Rétt er þó að benda á að myndirnar verða að vera viðhengi en ekki límdar (paste) beint í póstinn. Einnig getur þessi aðferð verið tímafrek ef þú ert að senda mikið af myndum.  Þú skalt venja þig á að setja GSM símanúmerið þitt með í tölvupóstinn því þá sendum við þér SMS strax og pöntunin er klár til afgreiðslu.  Ef þig vantar nokkrar myndir samdægurs reynum við að bjarga því, skelltu þeim skilaboðum bara með í póstinn og við gerum okkar besta til þess að uppfylla þínar þarfir.

7. Ef um er að ræða ljósmyndir sem eru á farsímum og spjaldtölvum er handhægast að setja upp skýjaþjónustu á slíkum tækjum bæði vegna þess hve auðvelt er að nálgast myndirnar eftirá og hinsvegar líka bara öryggisins vegna.  Séu þær þar þá áttu öruggt afrit af þínum minningum. Síðar er hægt að nálgast þær þar til prentunar.  Öll þessi tæki eru mjög mismunandi og þó svo að við getum margt þá er ekki alltaf hægt að komast í myndirnar á þessum tækjum í hvelli. Ef þú kemur með slík tæki til okkar þá biðjum við þig að taka alla kapla með þannig að það flýti fyrir, en eins og áður er sagt ábyrgjum við ekki aðgengið í þínu tiltekna tæki.  Ef þú ert með uppsettann póst á tækinu er alltaf hægt að senda stakar myndir á netfangið okkar mynd@hanspetersen.is á sama hátt og með aðrar myndir.

Öll framköllun fer fram á KODAK gæðapappír.

Verðskráin fyrir prentun á stafrænum myndum í forminu 10x10cm eða 10x15cm er

 

1 - 14 myndir - lágmarksgjald kr. 990 pr. pöntun

15 - 50 myndir kr. 65 pr. mynd

51- 200 myndir kr. 54 pr. mynd

201 og yfir kr. 49. pr. mynd

Verð á stækkunum finnur þú  hér.

 

Við höfum nokkrum sinnum fengið send batterí úr myndavélum og við beðin um að framkalla af þeim. Það getum við því miður ekki leyst :-)

ATH AРLOFUNARTÍMI Á FRAMKÖLLUN EÐA STAFRÆNNI PRENTUN ER 2 VIRKIR DAGAR EN Á ÁLAGSTÍMA GETUR HANN VERIÐ LENGRI.  EF FARSÍMANÚMER FYLGIR ÞÁ SENDUM VIÐ SMS UM LEIÐ OG VINNSLAN ÞÍN ER TILBÚIN TIL AFGREIÐSLU.